„Fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að gráta.“

„Fyrirgefðu, ég ætlaði ekki að gráta.“

Þessi setning kemur iðulega upp í markþjálfunarsamtölum. Oft fylgir þeim hálfbros, smá skjálfti í röddinni, og skömm. Eins og það þurfi að afsaka tilvist tilfinninga í rýminu. Þessi setning kjarnar svo vel menningu sem hefur í aldaraðir dregið úr mikilvægi og dýrmæti tilfinninga, sjálfskenndar og þeim sannleika að hvert og eitt okkar eigi skilið að taka pláss og leyfa rödd sinni að heyrast. Hún kjarnar hið séríslenska „afsakaðu mig, ef mig skyldi kalla“ menningu.

En staðreyndin er sú að þegar við loksins stöldrum við, setjumst niður og leyfum okkur að skoða það sem er að gerast innra með okkur og í kringum okkur, þá mun ýmislegt koma upp á yfirborðið.

Þegar við speglum hugsanir okkar, viðbrögð, tilfinningar, aðstæður og framtíðarsýn í öruggu rými þar sem virðing, traust, einlægni og auðmýkt ráða ríkjum, þá snertum við oft á einhverju sem skiptir okkur raunverulega máli og hreyfir við okkur.
Og þá koma koma stundum tár.

Tár geta verið af ýmsum toga:
✨ Gleðitár yfir því fallega og ánægjulega í lífinu
🌧️ Sorgartár yfir því sem erfitt er að horfast í augu við
🔥 Reiðitár vegna óréttlætis, ágreinings eða óleystra mála
🌫️ Hræðslutár þegar framtíðin er óviss
💧 Vamáttartár þegar okkur finnst við ekki ráða við ýmsa þætti lífsins

En í grunninn koma fram tár þegar við erum að ræða eitthvað sem skiptir okkur máli. Þau eru merki um að við séum tengd sjálfum okkur, sannleikanum okkar og draumum sem kannski hafa þurft að sitja of lengi á hakanum.

Í markþjálfun skapast rými þar sem það má.
Það má finna. Það má gráta. Það má hlæja. Það má þegja.
Og það má tala um það sem raunverulega skiptir máli.

Markþjálfun er ekki lúxus sem aðeins hin auðugu, vel stæðu og hátt settu geta leyft sér. Hún er leið til valdeflingar fyrir þau sem þurfa aðstoð við að skoða það sem skiptir máli og hreyfir við okkur. Hún er opin öllum sem vilja mæta sjálfum sér og stíga inn í næsta kafla af meðvitund og áræðni.

💬 Hefur þú einhvern tímann upplifað svona „fyrirgefðu-tár“ í samtali sem breytti einhverju fyrir þig?

--
Hæ, ég heiti Lella og er markþjálfi og ráðgjafi sem hjálpar fólki á starfstengdum tímamótum að treysta á eigin styrk, láta til sín taka og blómstra í starfi. Ég brenn fyrir bættri vinnustaðamenningu og hef ástríðu fyrir því að hjálpa fólki að losa sig við loddaralíðan.
Ég skrifa fyrir þau sem vilja vaxa, takast á við sjálfsefa og taka stjórn á eigin starfsþróun. Taktu þátt í samtalinu með því að skella í „follow“ eða sendu mér skilaboð til að tengjast. Ég er líka alltaf til í kaffispjall!

Next
Next

„Ég hélt að ég væri að leita að nýju starfi, en ég var í raun að leita að sjálfri mér.“