Markþjálfun í mannauðsmálum

Lærðu að beita aðferðum markþjálfunar í lykilverkefnum mannauðsmála til að styrkja samskipti, bæta árangur og auka vellíðan um leið og þú byggir upp eigin styrk og öryggi í starfi.

Markþjálfun í mannauðsmálum er fyrsta námskeið sinnar tegundar á Íslandi, hannað af reyndum mannauðssérfræðingum fyrir mannauðsfólk sem vill styrkja sig í starfi. Á námskeiðinu lærir þú grunnatriði markþjálfunar og hvernig þú getur beitt henni í daglegum verkefnum til að efla samskipti, auka stuðning, skerpa á ákvarðanatöku og byggja undir eigin leiðtogafærni.

Námskeiðið sameinar hagnýtar aðferðir sem þú getur auðveldlega tileinkað þér og beitt á áhrifaríkan hátt í starfi og persónulega markþjálfun, þar sem þú hefur tækifæri til að þess að fá speglun og stuðning til þess að auka sjálfsþekkingu og skilning.

Að styðja fólk í gegnum áskoranir, breytingar og ákvarðanir er krefjandi, en líka eitt mikilvægasta hlutverk mannauðsfólks.
Ef þú vilt byggja upp öfluga færni og innri styrk sem skilar sér í betri samskiptum, sterkari tengslum og markvissari vinnu, þá er þetta námskeið frábært skref í átt að þróun og vexti.

Hverjum hentar námskeiðið?

Námskeiðið er ætlað bæði reynslumiklu mannauðsfólki og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í mannauðsmálum.

Það hentar öllum sem vilja læra um markþjálfun og nýta hana sem verkfæri til að styrkja samskipti, áhrif og árangur í starfi.

Á námskeiðinu færð þú:

  • Kynningu á grunnatriðum markþjálfunar

  • Hagnýt verkfæri til að eiga betri, dýpri og markvissari samtöl

  • Leiðir til að efla stjórnendur, styðja starfsfólk og leiða breytingar af öryggi og áræðni

  • Skýra aðferðafræði sem þú getur notað strax í þínum mannauðsverkefnum

  • Þrjá tíma í einstaklingsmarkþjálfun sem dýpka efnið og styðja við innleiðingu markþjálfunar í þín daglegu störf

Á námskeiðinu byggir þú færni í að:

  • Halda utan um samtöl á skýran og faglegan hátt

  • Veita stuðning án þess að yfirtaka ábyrgð eða álag annarra

  • Stýra verkefnum af meiri yfirvegun, skýrleika og áræðni

  • Beita aðferðafræði markjálfunar í fjölbreyttum verkefnum

  • Byggja upp faglegt öryggi og trúverðugleika í mannauðshlutverkinu

Uppbygging námskeiðs:

Námskeiðið samanstendur af þremur staðlotum þar sem við förum í gegnum grunnþætti markþjálfunar og hvernig þær aðferðir nýtast í mannauðsmálum.
Hver lota er 3 klukkustundir og á milli lota fær hver þátttakandi þrjá tíma í einstaklingsmarkþjálfun sem styðja við persónulega þróun og innleiðingu aðferðarinnar í dagleg störf.

  • 3 staðlotur (3 klst hver) með fræðslu, umræðum og hagnýtum æfingum

  • 3 markþjálfunartímar (50 mínútur hver) á milli lota

  • Verkefni sem tengja innihald lotanna við daglegt HR starf

  • Hagnýt verkfæri sem þú getur notað strax í samtölum og öðrum lykilverkefnum


📍 Staðsetning: Virkja, Bolholti 4, 105 Reykjavík

📅 Tímasetningar
23. febrúar - kl.13-16

23. mars - kl.13-16

20. apríl - kl.13-16

Verð: 129.000 kr.

SKRÁ MIG

📅 Dagur 1: Aðferðafræði markþjálfunar

  • Hvað er markþjálfun

  • Aðferðafræðin

  • Lykilfærni í markþjálfun

  • Æfingar

📅 Dagur 2: Markþjálfun í ráðningum og stjórnendastuðningi

  • Að beita markþjálfun í ráðningum og starfsþróun

  • Æfingar

  • Að beita markþjálfun til að styðja betur við stjórnendur og efla þeirra ábyrgð og færni

  • Markþjálfun í áskorandi samtölum og samskiptum

📅 Dagur 3: Markþjálfun í stefnumótun, heilsu og vellíðan

  • Að beita markþjálfun í stefnumótun og forgangsröðun verkefna

  • Tengsl markþjálfunar við vellíðan og heilsu starfsfólks

  • Markmiðasetning

  • Að tengja markþjálfun við stefnu og breytingar

  • Að nýta markþjálfun til að styðja við fólk í óvissu og breytingum

  • Markþjálfun sem lykill til að efla seiglu og aðlögunarhæfni

iNNIHALD NÁMSKEIÐSINS

Lota 1: Grunnatriði markþjálfunar og breytingastjórnun

Í þessari lotu förum við yfir undirstöðuatriði markþjálfunar og hvernig hún nýtist í lykilverkefnum mannauðsmála. Við tengum aðferðir markþjálfunar við breytingastjórnun og skoðum hvernig þú getur stutt aðra án þess að taka ábyrgð á þeirra málum.

Við förum yfir:

  • Hvað markþjálfun er og hvernig hún nýtist í mannauðsmálum

  • Lykilfærni og aðgerðir í markþjálfun

  • Breytingastjórnun út frá aðferðum markþjálfunar

Lota 2: Markþjálfun í ráðningum og stjórnendastuðningi

Í þessari lotu beinum við sjónum að tveimur lykilverkefnum mannauðsfólks: ráðningum og stjórnendastuðningi. Við yfirfærum aðferðir markþjálfunar á þessi verkefni og sýnum þér skref fyrir skref hvernig nálgunin styrkir ákvarðanatöku og faglegan árangur.

Við förum yfir:

  • Hvernig beita má aðferðafræði markþjálfunar markvisst í ráðningarferlinu

  • Hvernig nota má markþjálfun til að styðja, efla og þróa stjórnendur á áhrifaríkan hátt

Lota 3: Markþjálfun við stefnumótun, heilsu og vellíðan

Í þessari lotu skoðum við hvernig markþjálfun styður verkefni sem tengjast heilsu og vellíðan starfsfólks og hvernig hún getur skapað meiri skýrleika og ábyrgð í daglegu starfi. Einnig förum við yfir hvernig markþjálfun nýtist í stefnumótun og forgangsröðun verkefna.

Við förum yfir:

  • Hvernig markþjálfun styður við verkefni tengd vellíðan og heilsu starfsfólks

  • Hvernig beita má markþjálfun í stefnumótunarvinnu og forgangsröðun verkefna

SKRÁ MIG

LEIÐBEINENDUR

Lella Erludóttir

Lella er PCC vottaður markþjálfi og mannauðsráðgjafi og hefur sterka ástríðu fyrir því að styðja fólk og fyrirtæki í að ná vexti, jafnvægi og sátt í starfi. Hún byggir nálgun sína á djúpri hlustun, einlægni, jákvæðum samskiptum og djúpri tenginu við fólk.

Lella hefur margra ára stjórnunarreynslu og hefur notið þess að styðja stjórnendur og fyrirtæki til árangurs. Hún er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun, MA í blaða- og fréttamennsku og BA í sálfræði. Helstu áherslur hennar snúa að vinnustaðamenningu, eflingu starfsfólks, árangursríkum samskiptum og samþættingu teyma.

Lella sérhæfir sig í starfstengdri markþjálfun með fólki sem vill kynnast eigin möguleikum og styrk, setja sér markmið, ná jafnvægi vinnu og einkalífs og bæta eigið líf. Hún hefur sérstaka ástríðu fyrir því að hjálpa fólki að vinna með loddaralíðan og neikvætt sjálfstal.

Ragnheiður Björgvinsdóttir

Ragnheiður er ACC vottaður markþjálfi með framhaldsmenntun í markþjálfun frá Profectus og meistaragráðu í mannauðsstjórnun. Hún hefur margra ára reynslu af mannauðsmálum á ólíkum vinnustöðum þar sem hún hefur stutt stjórnendur og starfsfólk í að ná framúrskarandi árangri og betra jafnvægi í starfi.

Ragnheiður hefur mikla ástríðu fyrir því að hjálpa einstaklingum að dafna, efla styrkleika sína og finna skýrleika í eigin leið. Sem markþjálfi leggur hún áhgerslu áð að skapa rými fyrir sjálfsskoðun, skýr markmið og aukið jafnvægi í starfi og persónulegu lífi.

Ragnheiður er reynslumikill mannauðsstjóri og hefur góða innsýn í hvernig markþjálfun getur nýst í mannauðstengdum verkefnum og til að styðja mannauðsfólk til vaxtar.

Skrá mig