aðferðafræði
markþjálfunar
fyrir stjórnendur

NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST 4. FEB 2026
Staðnámskeið í samstarfi við Endurmenntun HÍ

Árangur stjórnenda byggir í auknum mæli á hæfni þeirra til að laða fram það besta í sínu fólki. Markþjálfun hefur fest sig í sessi sem öflug og áhrifarík aðferðafræði sem veitir stjórnendum verkfæri til að skapa skýrari sýn, meiri ábyrgð og öflugri árangur hjá teymum sínum.

Á þessu námskeiði læra stjórnendur að tileinka sér grunnþætti markþjálfunar og hvernig þeir geta nýtt þá í daglegu starfi. Þátttakendur munu öðlast skilning á hvernig öflug samtöl, virk hlustun og markvissar spurningar geta valdeflt starfsfólk, aukið sjálfstraust, ýtt undir frumkvæði og leyst úr læðingi leynda hæfileika innan vinnustaðarins.

Námskeiðið styrkir stjórnendur í að:

  • Byggja upp og viðhalda trausti og opnum samskiptum í teymum

  • Hvetja starfsfólk til aukinnar ábyrgðar og sjálfstæðrar hugsunar

  • Leysa úr áskorunum með því að virkja visku og hæfileika teyma sinna

  • Styrkja eigin leiðtogafærni með aukinni sjálfsþekkingu


Stjórnendur sem tileinka sér aðferðafræði markþjálfunar eru betur í stakk búnir til að skapa heilbrigða og jákvæða vinnustaðamenningu, draga úr streitu, og efla árangur sinn og starfsmanna sinna. Með markþjálfun öðlast þeir mikilvæga færni sem eykur skilvirkni og ánægju í starfi og styður við langtíma velgengni fyrirtækisins.

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Hvað er markþjálfun og hvað er hún ekki?

  • Grunnstoðir markþjálfunar

  • Markþjálfun vs. hefðbundin stjórnun

  • Áhrifarík samskipti

  • Hagnýtar aðferðir og verkfæri

Ávinningur þinn:

  • Ný þekking og hagnýt verkfæri

  • Þú lærir að byggja upp og viðhalda trausti og árangursríkum samskiptum

  • Leiðir til að hvetja starfsfólk til aukinnar ábyrgðar og sjálfstæðrar hugsunar

  • Aðferðir til að leysa úr áskorunum með því að virkja visku og hæfileika starfsfólks

  • Styrkir eigin stjórnunarstíl með aukinni sjálfsþekkingu

Kennslufyrirkomulag:

  • 3 klst. kennslustund: Farið í lykilþætti markþjálfunar og leiðir til að beita þeim í starfi.

  • Á milli kennslustunda: Þátttakendur æfa sig í að beita þeim aðferðum sem þeir hafa lært. Hver þátttakandi fær eitt markþjálfunarsamtal með kennara á milli kennslustunda.

  • 2 klst. kennslustund: Farið yfir hvernig gekk að beita þessum aðferðum. Farið dýpra í vissa þætti.

Fyrir hverja er námskeiðið?

Námskeiðið er fyrir stjórnendur sem vilja styrkja eigin leiðtogahæfni, læra nýjar aðferðir i stjórnun og ýta undir aukna ábyrgð og vöxt á vinnustaðnum.

Námskeiðsdagar:

4. feb kl.13-16
25. feb kl.13-15

Verð: 59.900 kr

SKRÁÐU ÞIG NÚNA
White ribbon
  • Námskeiðinu er ætlað að efla stjórnendur í sínu leiðtogahlutverki og skilja eftir nýja þekkingu, skilning og verkefæri sem þeir geta nýtt í starfi.

  • Dagur 1 / Grunnatriði markþjálfunar

    Hvað er markþjálfun?

    Hvað er hún ekki?

    Ávinningur þess að nýta hana?

    Æfingar

  • Á milli lotna / Persónuleg markþjálfun

    Þátttakendur æfa sig í að beita aðferðafræðinni í starfi og koma í persónulega markþjálfun.

  • Dagur 2 / Markþjálfun í starfi

    Hugarfar markþjálfandi leiðtoga.

    Algeng markþjálfunarmódel.

    Aðstæður þar sem markþjálfun nýtist vel í starfi.