mannauðsstjóri
til leigu
Rekur þú lítið eða meðalstórt fyrirtæki og vantar aðstoð með ýmis mannauðstengd verkefni? Mannauðsstjóri til leigu er hagkvæm lausn fyrir fyrirtæki sem hafa ekki rými til alð hafa mannauðsstjóra í fullu starfi en vilja að starfsmannamál séu í traustum höndum fagaðila með sérþekkingu á mannauðsmálum.
Mannauðsmál geta verið tímafrek og krefjast ákveðinnar faglegrar þekkingar. Mörg fyrirtæki sjá sér hag í að láta utanumhald og þróun mannauðsmála að hluta eða öllu leyti í hendur utanaðkomandi aðila sem hefur sérhæfða þekkingu og reynslu.
Sem mannauðsstjóri til leigu kem ég inn í fyrirtæki og sinni ákveðnum verkefnum til lengri eða skemmri tíma, ýmist föstum verkefnum eða tímabundnum allt eftir samkomulagi. Þjónustan tekur mið af þörfum viðskiptavina hverju sinni.
Mannauðsstjóri til leigu getur ýmist komið þegar kallað er eftir því í tiltekin verkefni eða verið með fasta viðveru á vinnustaðnum ákveðna daga vikunnar.
Ávinningur þess að hafa mannauðsstjóra til leigu:
Stjórnendur fá stuðning og ráðgjöf og mannauðsmálin eru í öruggum farvegi
Starfsfólk hefur aðgang að mannauðsstjóra til að leita til
Verkefni sem geta fallið geta undir mannauðsstjóra til leigu:
Dagleg umsýsla mannauðsmála
Ráðningar og starfslok
Starfslýsingar og starfagreiningar
Sáttamiðlun og samskipti
Vinnustaðagreiningar og efling vinnustaðamenningar
Greining fræðsluþarfa og gerð fræðsluáætlana
Stefnumótun, hópefli og starfsdagar
Utanumhald starfsmannasamtala og frammistöðusamtöl
Gerð starfsmannahandbóka
Uppsetning mannauðsferla, frá ráðningu til starfsloka
Stefnumótun í mannauðsmálum
Handleiðsla stjórnenda
Breytingastjórnun
Mannauðsmælingar
Innri markaðsmál
Umgjörð starfsmannasamtala og frammistöðusamtöl
Fyrirlestrar og námskeið
Frammistöðustjórnun
Starfsþróunar- og fræðslumál