„Mér líður eins og ég ætti að vera komin lengra.“

„Mér líður eins og ég ætti að vera komin lengra.“

Þessi setning kemur aftur og aftur upp í samtölum við konur sem eru að endurmeta stöðu sína í lífi og starfi. Hún býr til þrýsting, ósýnilegan samanburð, og upplifun um að viðkomandi sér einhvern veginn á eftir öðrum, síðri, ekki náð þangað sem viðkomandi 'ætti' að vera.

Við erum ósjálfrátt þátttakendur í kapphlaupi sem við völdum okkur ekki sjálf, hefur ekki verið skilgreint og við vitum ekki hvenær því lýkur eða hver ásættanlegur árangur af því er. Það eina sem við vitum er að við erum ekki að gera nóg, ættum að vera að gera annað, náum ekki að hlaupa nógu hratt og og erum að bregðast okkur sjálfum og öðrum.

Stundum erum við að keppast við löngu úrelta hluti.
Við markmið sem við settum fyrir löngu.
Við samfélagslegar væntingar.
Við útgáfu af sjálfri okkur sem ætti að vera… einhvers staðar annars staðar.

Þegar við stöldrum við og speglum þetta af einlægni, þá kemur oft í ljós að:
- Við höfum komist miklu lengra en við höfum gefið okkur leyfi til að sjá.
- Við höfum haldið haus í gegnum krefjandi aðstæður, tekið erfiðar ákvarðanir, vaxið í hljóði og lært það sem ekki sést á ferilskránni.

Markþjálfun gefur þér tækifæri til að staldra við, skoða ferðalagið og endurhugsa hvert „lengra“ raunverulega vísar.

Kannski er það ekki hærri staða. Ekki fleiri gráður. Ekki fleiri verkefni.
Kannski er það meira jafnvægi. Meiri sjálfsvirðing. Meiri tenging við eigin gildi.

Þú ert ekki of sein. Þú ert akkúrat hér, núna, og það er frábær staður til að byrja að skoða þína vegferð, þín afrek, þínar langanir, upplifanir, þrár, hugsanir, tilfinningar og framtíð. Þetta er frábær staður til að stíga meðvitað og af áræðni inn í framtíð sem er sannarlega björt.

💬 Hefur þú einhvern tímann upplifað að vera „ekki komin nógu langt“ og svo áttað þig á að þú varst á réttri leið allan tímann?

--
Hæ, ég heiti Lella og er markþjálfi og ráðgjafi sem hjálpar fólki á starfstengdum tímamótum að treysta á eigin styrk, láta til sín taka og blómstra í starfi. Ég brenn fyrir bættri vinnustaðamenningu og hef ástríðu fyrir því að hjálpa fólki að losa sig við loddaralíðan.
Ég skrifa fyrir þau sem vilja vaxa, takast á við sjálfsefa og taka stjórn á eigin starfsþróun. Taktu þátt í samtalinu með því að skella í „follow“ eða sendu mér skilaboð til að tengjast. Ég er líka alltaf til í kaffispjall!

Previous
Previous

„Ég hélt að ég væri að leita að nýju starfi, en ég var í raun að leita að sjálfri mér.“

Next
Next

Hvað er eiginlega markþjálfun?